Verkefni
Álalind 18-20, 201 Kópavogi
Fjölbýlishúsið Álalind 18 – 20 er staðsett í Kópavogi í Glaðheimahverfinu. Álalind er 4ra – 7 hæða staðsteypt fjölbýlishús með 57 íbúðum og 51 bílastæði í upphituðum bílakjallara. Fjölbýlið er einangrað að utan og álklætt. Íbúðir eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja, frá 51 m2 til 205 m2.
Heildarstærð byggingar er 6.420 m2.
Arkitekt: Tvíhorf
Byggingarár: 2021
Dalbraut 4, 300 Akranesi
Fjölbýlishúsið Dalbraut 4 er staðsett á Akranesi. Dalbraut er 5 hæða einingahús með 26 íbúðum og 26 bílastæðum í upphituðum bílakjallara. Þjónustumiðstöð fyrir eldriborgara er á 1. hæð sem telur 1.328 m2. Fjölbýlið er einangrað að utan klætt múrhúð og málað. Íbúðir eru 2ja og 3ja herbergja, frá 73 m2 til 171 m2.
Heildarstærð byggingar er 5.280 m2.
Arkitekt: KRark Kristinn Ragnarsson.
Byggingarár: 2020
Bæjarlind 5, 201 Kópavogi
Fjölbýlishúsið Bæjarlind 5 er staðsett í Kópavogi í Glaðheimahverfinu. Bæjarlind er 11 hæða staðsteypt fjölbýlishús með 45 íbúðum og 39 bílastæðum í upphituðum bílakjallara. Fjölbýlið er einangrað að utan og klætt með áli og flísum. Íbúðir eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja, frá 62 m2 til 230 m2.
Heildarstærð byggingar er 6.470 m2.
Arkitekt: Hornsteinar
Byggingarár: 2019
Álalind 10, 201 Kópavogi
Fjölbýlishúsið Álalind 10 er staðsett í Kópavogi í Glaðheimahverfinu. Álalind er 4ra hæða staðsteypt fjölbýlishús með 11 íbúðum og 11 bílastæðum í upphituðum bílakjallara. Fjölbýlið er einangrað að utan og skiptist utanhúss klæðning upp í þrjú efni ál, flísar og timbur.
Íbúðirnar eru 3ja, 4ra og 5 herbergja, frá 107 m2 til 188 m2.
Heildarstærð byggingar er 2.080 m2.
Arkitekt: KRark Kristinn Ragnarsson.
Byggingarár: 2018
Þingvað 61-81, 110 Reykjavík
Raðhúsin Þingvaði 61 – 81 eru staðsett í Reykjavík í Norðlingaholti. Þingvað er 2ja hæða staðsteypt raðhús, ellefu í heildina. Húsin eru steinuð að utan og einangruð að innan.
Húsin eru frá 206 m2 til 228 m2.
Heildarstærð byggingar er 2.320 m2.
Arkitekt: Vektor hönnun og ráðgjöf
Byggingarár: 2016
Hálsaþing 1-3, 203 Kópavogi
Parhúsið Hálsaþing 1 – 3 er staðsett í Kóparvogi í Þingahverfi. Hálsaþing er 2ja hæða einingahús. Parhúsið er einangrað að utan og skiptist utanhúss klæðning upp í þrjú efni ál, timbur og múrhúð.
Heildarstærð byggingar er 508 m2.
Arkitekt: Ask arkitektar.
Byggingarár: 2014
Úlfarsbraut 116, 113 Reykjavík
Fjölbýlishúsið Úlfarsbraut 116 er staðsett í Reykjavík í Úlfarsfelli. Úlfarsbraut er 3ja hæða staðsteypt fjölbýlishús með 9 íbúðum og 9 bílastæðum í upphituðum bílakjallara. Fjölbýlið er einangrað að utan og álklætt. Íbúðir eru 2ja og 5 herbergja, frá 85 m2 til 145 m2.
Heildar stærð byggingar er 1.545 m2.
Arkitekt: KRark Kristinn Ragnarsson.
Byggingarár: 2013
Boðaþing 2-4, 203 Kópavogi
Fjölbýlishúsið Boðaþing 2 – 4 er staðsett í Kóparvogi í Þingahverfi. Boðaþing er 5 hæða staðsteypt fjölbýlishús með tveimur stigagöngum, 28 íbúðum og 32 bílastæðum í upphituðum bílakjallara. Fjölbýlið er steinað að utan og einangrað að innan. Íbúðir eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja, frá 100 m2 til 150 m2. Heildar stærð byggingar er 5.055 m2.
Arkitekt: KRark Kristinn Ragnarsson
Byggingarár: 2012