Um er að ræða 11 glæsileg raðhús með bílskúr og góðum þaksvölum. Raðhúsin eru 6-7 herbergja og afhendast fullbúin að utan og tilbúin til innréttinga að innan. Lóð skilast fullfrágengin og fylgir sér afnotareitur hverju húsi. Raðhúsin mynda skemmtilegan hring og í miðjunni verður frábær sameiginlegur garður með leiktækjum.