Unnið er að því að gera glæsilegan 700 fm þakgarð á 2. hæð við Dalbraut 4. Þakgarðurinn verður sameiginlegt svæði fyrir íbúa hússins þar sem hægt verður að njóta veðurblíðunnar á Akranesi. Bekkir, göngustígar, blómaker, lýsing og glæsileg hellulögn mynda skemmtilegt umhverfi fyrir íbúana til að njóta. Við hönnun og gerð þakgarðsins var haft að leiðarljósi að svæðið verði eins viðhaldslítið og kostur er.