Leigufélagið Bestla festi kaup á 13 íbúðum í Stórakrika 2-2C undir lok árs 2012, íbúðirnar eru frá 2ja herbergja til 4ra herbergja, þessar íbúðir eru hugsaðar sem leiguíbúðir. Eins og stendur eru þrjár 3ja herbergja íbúðir lausar til leigu, íbúðirnar eru frá 110 m2 til 117 m2. Með hverri íbúð fylgir stæði í bílakjallara sem og rúmgóð geymsla. Íbúðirnar eru nýlegar, aðeins hefur verið búið í þeim í stuttan tíma frá því húsið var byggt. Íbúðirnar hafa verið heilmálaðar og líta mjög vel út.

Leiguverð fyrir 3ja herbergja íbúð er 160 þúsund á mánuði að auki bætist við hússjóður. Um langtíma leigusamning er að ræða og gert er ráð fyrir bankaábyrgð að andvirði 3ja mánaða leigu. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna í gegnum netfangið, johanna@bestla.is