Mjög góður gangur er við að reisa húsið við Dalbraut 4 á Akranesi, vinna er vel á veg komin og er þessa dagana verið að reisa fjórðu hæðina. Áætlað er að búið verði að reisa fimmtu og síðustu hæðina í mars. Unnið er að því að setja glugga í húsið sem og að hlaða milliveggi. Málningavinna er hafin í bílakjallara hússins.