Í Álalind 18-20 er Bestla að byggja 57 íbúða stallað fjölbýlishús, 4, 6 og 7 hæðir með niðurgröfnum upphituðum bílakjallara. Verkið hefur gengið mjög vel og er á áætlun. Öryggismál skipa stóran sess í verkinu. Unnið er í síbreytilegu starfsumhverfi og því áríðandi að allir haldi vöku sinni samhliða breytingum. Markmiðið er alltaf að allir fari heilir heim í dagslok. Unnið er að því þessa dagana að ljúka við að steypa 4. hæðina og er áætlað að uppsteypu húss ljúki í vor. Vinna við að hlaða milliveggi er hafin, gluggar eru á leiðinni og undirbúningur fyrir klæðningu að hefjast. Áætlanir gera ráð fyrir að húsið sé fullklárað vorið 2021.