Leigufélagið Bestla festi kaup á fjölbýlishúsi við Úlfarsbraut 116 í lok síðasta árs. Um er að ræða 3ja hæða, 9 íbúðna fjölbýlishús. Leigufélagið Bestla tók við húsinu á byggingarstigi 1, þ.e. búið var að steypa upp húsið. Framkvæmdir á vegum Leigufélagsins Bestlu hófust í desember og miðar þeim vel, búið er að loka húsinu og unnið er í að einangra og klæða húsið að utan. Framkvæmdir eru einnig hafnar innandyra. Áætluð verklok eru í júní 2013 og með vorinu verða íbúðirnar settar í söluferli.