Garðabraut 1 – ár frá fyrstu skóflustungu og framkvæmdir ganga vel

Garðabraut 1 – ár frá fyrstu skóflustungu og framkvæmdir ganga vel

Framkvæmdir við Garðabraut ganga vel, reising á þessu glæsilega sjö hæða húsi á besta stað á Akranesi er á lokametrunum. Innivinna er komin á fullt og er gert ráð fyrir að húsið verið klárt vorið 2025.

Góður gangur á Akranesi.

Góður gangur á Akranesi.

Mjög góður gangur er við að reisa húsið við Dalbraut 4 á Akranesi, vinna er vel á veg komin og er þessa dagana verið að reisa fjórðu hæðina. Áætlað er að búið verði að reisa fimmtu og síðustu hæðina í mars. Unnið er að því að setja glugga í húsið sem og að hlaða milliveggi. Málningavinna er hafin í bílakjallara hússins.

Glaðheimahverfið

Glaðheimahverfið

Í Álalind 18-20 er Bestla að byggja 57 íbúða stallað fjölbýlishús, 4, 6 og 7 hæðir með niðurgröfnum upphituðum bílakjallara. Verkið hefur gengið mjög vel og er á áætlun. Öryggismál skipa stóran sess í verkinu. Unnið er í síbreytilegu starfsumhverfi og því áríðandi að allir haldi vöku sinni samhliða breytingum. Markmiðið er alltaf að allir fari heilir heim í dagslok. Unnið er að því þessa dagana að ljúka við að steypa 4. hæðina og er áætlað að uppsteypu húss ljúki í vor. Vinna við að hlaða milliveggi er hafin, gluggar eru á leiðinni og undirbúningur fyrir klæðningu að hefjast. Áætlanir gera ráð fyrir að húsið sé fullklárað vorið 2021.

Bæjarlind 5 -Glæsilegar sýningaríbúðir

Bæjarlind 5 -Glæsilegar sýningaríbúðir

Góður gangur er í sölu á íbúðum við Bæjarlind 5. Opin hús eru haldin vikulega hjá sölufulltrúum okkar. Tvær íbúðir hafa verið innréttaðar sem sýningaríbúðir, útkoman er vægast sagt glæsileg.