Framkvæmdir við Álalind miðar vel og er uppsteypu að ljúka þessa dagana. Innivinna hefur verið unnin samhliða uppsteypu, útbúnar voru veðurvarnir til að vinna innanhúss í vetur. Þetta hefur gert það kleift að húsið er þurrt og því hægt að hlaða innveggi og vinna bæði pípu- og raflagnir óháð veðri. Um miðjan apríl var byrjað að setja glugga í húsið og gengur sú vinna vel.  Vinna er hafin við að setja upp álklæðningu á húsið.