Tilkynningar

Bæjarlind 5

06. apr. 2018

Glæsilegt 11. hæða fjölbýlishús við Bæjarlind 5 er nú í byggingu. Áætluð verklok eru á fyrri hluta árs 2019. Um er að ræða 45 íbúðir.

Lesa meira

Verkefni

Bæjarlind 5, Kópavogi

Bestla hefur gengið í samstarf með FS Glaðheimum ehf. með að fullklára byggingu fjölbýlishúss að Bæjarlind 5. Fjölbýlishúsið er með 45 íbúðum og upphituðum bílakjallara. Húsið er 12 hæða staðsteypt og einangrað að utan. Klæðning hússins verður þrískipt, ál, flísar og timbur. Íbúðir verða tveggja til fjögurra herbergja og stærðir frá 62 m2 til 163 m2.

 

Álalind 10, Kópavogi

Bestla fékk úthlutaða 11 íbúða fjölbýlishús á besta stað í Kópavogi. Húsið er fjögurra hæða staðsteypt og einangrað að utan með áli, timbri og flísum. Stæði í upphituðum bílakjallara fylgir hverri íbúð. Framkvæmdir hófust í apríl 2016 og eru verklok í október 2017. Íbúðirnar verða þriggja til fimm herbergja og stærðir frá 106 m2 til 188 m2.


Þingvað 61-81, 110 Reykjavík

Í ágúst 2014 fjárfesti fyrirtækið í 11 raðhúsum í Norðlingaholti í Reykjavík. Eignirnar afhendust fokheld að innan og ókláruð að utan. Framkvæmdir fara af stað í ágúst/september og verða settar á sama tíma í söluferli.


Úlfarsbraut 116, Reykjavík

Leigufélagið Bestla tók við eigninni á byggingarstigi 1, þ.e. búið var að steypa upp húsið, í nóvember 2012. Verklok við byggingu hússins var í júní 2013. Um er að ræða 3ja hæða uppsteypt fjölbýlishús með 9 íbúðum, húsið er einangrað að utan og klætt með hvítu áli. Bílakjallari er í húsinu og fylgir 1 stæði hverri íbúð, geymslur eru einnig í kjallara hússins. Íbúðirnar eru frá 85 m2 upp í 146 m2, um er að ræða 6 íbúðir sem eru 5 herbergja og 3 íbúðir sem eru 2ja herbergja.  Íbúðirnar voru afhendar fullklárar með gólfefnum, íbúðirnar eru allar glæsilegar þar sem vandað er til alls frágangs sem og við val á öllum innréttingum og tækjum. Húsið er á frábærum stað í Úlfarsfelli og er mjög stutt í skóla og leikskóla.  


Stórikriki 2-2C, Mosfellsbæ

Félagið festi kaup á 13 íbúðum í Stórakrika 2-2C undir lok árs 2012, íbúðirnar eru frá 2ja herbergja til 4ra herbergja, frá 110 m2 til 117 m2. Með hverri íbúð fylgir stæði í bílakjallara sem og geymsla. Íbúðirnar afhendust fullklárar en búið hafið verið í nokkrum þeirra í u.þ.b. eitt ár. Eftir að Leigufélagið Bestla tók við íbúðunum fóru þær í útleigu og voru það í einhvern tíma. Seinni hluta árs 2014 fóru flestar íbúðirnar í sölumeðferð.


Boðaþing 2-4, Kópavogi

Leigufélagið Bestla tók við eigninni á byggingarstigi 4, þ.e. húsið var fullklárt að utan en fokhelt að innan, í maí 2011. Framkvæmdum var lokið í janúar 2012. Um er að ræða 5 hæða uppsteypt fjölbýlishús með tveimur stigagöngum og alls 28 íbúðum. Húsið er steinað að utan og einangrað að innan. Bílakjallari er undir húsinu sem og geymslur fyrir hverja íbúð. Íbúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja, frá 100 m2 upp í 150 m2. Íbúðirnar voru afhendar fullklárar með gólfefnum, að auki fylgdi uppþvottavél hverri íbúð.